Dagur 97

Plan dagsins var að fara upp í turninn á Stadshuset, fyrst það var þoka og lítið skyggni í gær. Veðrið var óbreytt í dag, en við létum það ekki aftra okkur!

Stadshuset

Stadshuset

Þegar við komum á svæðið komumst við að því að turninn er lokaður á Sunnudögum. Við létum það aftra okkur. Til að bæta sér það upp fóru stúlkurnar í verslunarleiðangur þegar heim var komið. Núna er það sófi, afslöppun með sjónvarpinu og mögulega örlítið af ís til að ná sér niður.
Myndir dagsins: