Dagur 99

Í dag var ég uppvakningur (án uppvakningagöngu, þótt ég virðist hafa uppfyllt skilyrði um fjölda þáttakenda í slíkum). Einbeitti mér að því að safna orku eftir átök gærdagsins, og hafði enga orku í annað.
Unnur var öllu hressari, skottaðist í skólann og stússaðist um íbúðina hlúandi að mér. <3

4 thoughts on “Dagur 99

  1. Gott að heyra að þú ert að hressast Maggi minn og Unnur er vonandi að komast yfir aðskilnaðinn við Ásu.

  2. það gleður mig að heyra að þú skulir vera upp-vaknaður… og við það gleður mig að þið skulið vera að koma til landsins fljótlega, lífið er skemmtilegra með ykkur í en án ykkar :-/

    • Ó dittó! Ég er búin að hefja nýja niðurtalningu, 24 dagar í Ísland! Ef þú átt smá birgðir af jólaöli og lakkrístoppum þegar ég kem þá er ekki víst að fari nokkurn tíma aftur (fannst rétt að vara þig við. Aðallega Fjalars vegna.)

Comments are closed.