Dagur 100

Dagur 100 var ekki eins glamúruss og hann hljómar. Ég skreið undan sænginni beint undir teppi, og þverneitaði svo að hreyfa mig þaðan það sem eftir var dags. Maggi (aka Gubbi litli) fór í skólann og talaði við leiðbeinendann sinn, hann verslaði í matinn, og gerði ýmislegt gagnlegt fyrir þjóðfélagið. Ég dröslaðist undan teppinu bara rétt nógu lengi til að elda hræðilega vont gúllas í kvöldmat, og leit á árangurinn sem tákn um að það hefðu verið mistök að yfirgefa teppahreiðrið til að byrja með.

One thought on “Dagur 100

Comments are closed.