Dagur 102

Það er bót í máli, fyrst Ása þurfti að fara heim, að hún skildi eftir kúlusúkk til að deyfa sársaukann. Konan kann sig.
Annars sátum við sakleysingjarnir hérna á náttsloppunum í morgun með munnana fulla af ristuðu brauði þegar það var bankað. Maggi tapaði störukeppninni og fór til dyra. Það reyndust vera… dyrasölumenn! Án gríns, door-to-door dyrasölumenn, að bjóða okkur að kaupa hurð á tuttogfjögurþúsund sænskar. Þegar Maggi afþakkaði pent (og benti þeim á að sú staðreynd að þeir gripu ekki í tómt þegar þeir reyndu að banka ætti að segja þeim að við ættum þegar útidyrahurð). Þeirra smooth sölusvar við því var “Come on man!”. Maggi lét ekki glepjast. Hurðin verður sennilega horfin þegar við vöknum á morgun.

2 thoughts on “Dagur 102

Comments are closed.