Dagur 103

Í kvöld fer ég í partý með sænskunámskeiðsfélögum mínum. Allir eiga að koma með eitthvað að snarla, svo ég gerði 20 litlar ostakökur í glögg-glösum (við Maggi erum bæði algjörlega búin á því eftir að hafa handþeytt hálfan lítra af rjóma). Hér er ennþá þessi fíni jólasnjór, og 10 stiga frost, og partýið er hinumegin við Stokkhólm. Mig gæti ekki langað minna út úr húsi, en hvað á ég þá að gera við allar þessar ostakökur?? Ætli ég druslist ekki á staðinn, enda búið að kaupa nóg jólaglögg til að fá okkur öll til að tala reiprennandi sænsku, þó ekki sé nema þetta eina kvöld.

Emo-ostakaka ein í snjónum

Emo-ostakaka ein í snjónum

Hindberjaostakökur í skókassa

Hindberjaostakökur í skókassa

6 thoughts on “Dagur 103

Comments are closed.