Mánudagur 16. apríl 2012
Feðgarnir fóru í leiðangur í dag og könnuðu ástandið á Kungsträdgarden, þar sem Kirsuberjatréin eiga að vera við það að springa út.
Jafnframt var haldið á uppáhalds kaffihúsið hans Sigga *hóst* þar sem kaffiprófun var í gangi og feðgarnir gæddu sér á dýrindis kaffi, töfrahringjum og rúsínum.Sunnudagur 15. apríl 2012
Sigurður dagsins brummar í litlu kerrunni sinni. Ekki lítið sáttur við gripinn.
Laugardagur 14. apríl 2012
Föstudagur 13. apríl 2012
Fimmtudagur 12. apríl 2012
Miðvikudagur 11. apríl 2012
Feðgarnir fóru í leiðangur í dag og héldu á vit andanna (og gæsanna) í næstu götu, minnugir þess hvernig fór síðast og hafandi einsett sér það að gera betur núna. Voru því bæði brauðpoki og Cheeriospoki með í för. Endurnar virðast hafa séð að sér og tóku skömmustulegar á móti okkur, kvakandi afsökunarbeiðnir vegna framkomu sinnar hér um daginn. Tvær myndarlegar gæsir voru með í för og var því sérstaklega gaman hjá okkur Sigurði. Þar sem endurnar virtust sjá eftir stælunum prufuðum við að bjóða þeim brauð aftur og þær þáðu það með þökkum – þótt þær féllu örlítið í skuggann af gæsunum. Ekki bara af því að endur eru minni en gæsir (aha, vísindi!) heldur líka af því að önnur gæsin kom alveg upp að vagninum og borðaði brauð úr lófanum á Magga.
Þriðjudagur 10. apríl 2012
Mánudagur 9. april 2012
Göngutúrar feðganna hafa leitt í ljós að endurnar sem búa hérna í næstu götu eru afskaplega hrifnar af Cheerios. Sigurði leist reyndar ekkert á það þegar pabbi hans kastaði litlu töfrahringjunum á jörðina fyrsta skiptið, en var fljótt hrifinn þegar hann sá endurnar tæta þá í sig. Í dag ætluðu feðgarnir hins vegar að gera vel við endurnar og komu færandi hendi með brauðpoka. Endurnar rétt bitu í brauðið og kvökuðu svo reiðilega að þetta væri sko ekki það sem þær áttu von á, hvar væru töfrahringirnir eiginlega? Þær eru greinilega fljótar að vera góðu vanar og vandlátar í þokkabót – og snéru stélinu í brauðið sem lá eftir blautt og yfirgefið.